Súrefnismeðferð með háþrýstingi er ein áhrifaríkasta aðferðin til að koma auknu magni súrefnis til vefja
Súrefnismeðferð felst í því að gefa súrefni við aukinn þrýsting upp á 1,3 ATA í þar til gerðu háþrýstingshólfi. Þetta er hólfið okkar.
Súrefnishólfið er rúmgott og bjart og þarna getur þú slakað á, hlustað á tónlist eða stundað hugleiðslu. Við fylgjumst með þér.
Meðferðin er sársaukalaus, hún felst aðeins í að þú andir eðlilega, slakir á og njótir. Jafn eðlilegt og að draga andann.
Fáðu klukkustund af Lúxus
Súrefni er okkur lífsnauðsynlegt. Við þurfum súrefni í réttu magni til að allt virki sem best í líkama okkar.
Meðferð í háþrýstings hólfi getur dregið úr bólgu og örvar blóðrás. Aukið súrefni flýtir fyrir bólguminnkun og styttir þannig bataferlið.
Súrefnismeðferð hjálpar til við sárameðferð. Aukið magn súrefnis hraðar frumumyndun sem græðir sár og flýtir fyrir bata.
Frumur þurfa súrefni. Með auknu magni súrefnis fá hvítu blóðkornin meiri kraft til að hreinsa líkamann af óæskilegum efnum.